Þann 19.09 ’19 opnaði Michelsen 1909, ein glæsilegasta verslun landsins á Hafnartorgi.
Um er að ræða áður óþekkta gerð verslunar hérlendis, en til að komast inn verður að fara í gegnum tvöfaldar öryggisdyr. Þegar inn er komið tekur á móti þér lúxus heimur úra og skartgripa.
ROLEX hefur sérinnréttað 20 fermetra rými, þar sem gott úrval ROLEX úra er í boði. Breitling, Tudor og TAG Heuer hafa einnig sérinnréttuð svæði í versluninni til að gefa sem besta mynd af þessum vönduðu merkjum. Auk þess er úrval annarra vandaðra úra.
Hægt er að skyggnast inn í heim úrsmíðinnar í gegnum stóran glugga sem snýr inn að fullkomnasta úrsmíðaverkstæði landsins, en þar starfar m.a. fjórða kynslóð Michelsen úrsmiða.
Við tökum vel á móti þér með léttum drykkjum og konfekti.
Einstök upplifun
Við gerum okkar besta til að upplifun þín í Michelsen 1909 sé á heimsmælikvarða. Með vörur í þessum verð- og gæðaflokki áttu það skilið. Vertu velkomin/n í heimsókn til okkar.
Vönduð vara
Í Michelsen 1909 færðu ekki „tískuvöru“. Við tókum ákvörðun um að selja eingöngu vandaða vöru sem endist. Mörg úranna eru þó á mjög aðgengilegum verðum, þannig að öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Merki í verslun
1. Michelsen 1909
HafnartorgTryggvata 25
101 Reykjavík
Verslun og verkstæði
Á Hafnartorgi rekum við verslun og fullkomnasta úrsmíðaverkstæði landsins. Þú nærð alltaf á fagfólk á opnunartíma og úrsmiðir eru nánast alltaf á staðnum.
Michelsen 1909
Tryggvagata 25
Hafnartorg
101 Reykjavík
Hafðu samband
Stofnað 1909
Sagan
Allt frá upphafi hefur aðalsmerki Michelsen úrsmiða verið vönduð vinnubrögð, framsækni og fagmennska en fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1907 þegar J. Frank Michelsen nam land á Íslandi. Árið 1909 stofnaði hann verslun og úrsmíðavinnustofu á Sauðárkróki. J. Frank framleiddi vasaúr undir sínu nafni á fyrri hluta síðustu aldar en vegna innflutningshaftanna á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar lagðist sú framleiðsla af.
Sonur hans, Franch B. Michelsen, fetaði í fótspor föður síns og lærði úrsmíði. Árið 1943 opnaði Franch aðra verslun í Reykjavík, en verslanirnar tvær sameinuðust í Reykjavík 1946. Franch var þekktur fyrir mikla fagmennsku og leiðtogahæfileika og undir hans handleiðslu nutu 12 nemar þekkingar hans á faginu sem útskrifuðust sem úrsmiðir, þ.á.m. einn sona hans, Frank Úlfar.
Frank Ú. Michelsen lærði úrsmíði hjá föður sínum og útskrifaðist frá hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Sviss 1978. Þar komst Frank í samband við ROLEX sem varð fyrsta skrefið að gæfuríku viðskiptasambandi við úrarisann sem hefur varað æ síðan.
Róbert F. Michelsen, lærði svo úrsmíði hjá föður sínum, Frank, og útskrifaðist sömuleiðis úr WOSTEP. Eftir úrskrift starfaði Róbert í tíu ár í Sviss hjá virtum úraframleiðendum og við kennslu úrsmíði. Hann vildi læra sem mest áður en hann sneri heim, en í dag starfar Róbert sem aðalúrsmiður Michelsen.
Árið 2009 var úraframleiðsla Michelsen endurvakin og má finna úrval þeirra í verslunum Michelsen.