Frá 1884 hafa Victorinox verið sérfræðingar á sínu sviði. Upphaflega hanna þau og framleiða svissneska vasahnífinn, en fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega síðan þá og í dag eru vasahnífar og svissnesk, vönduð úr meðal vöruflokka þeirra.


FLOKKAR
VÖRULÍNUR
Úr
Swiss Army
Grjóthart í tæknilegum eiginleikum og fjölhæft í útliti. Swiss Army-línan er ímynd áreiðanleika.
Skoða línu
I.N.O.X.
I.N.O.X. úrin er sterkur félagi sem fylgir þér í virkum lífsstíl, frá rimmu á íþróttavellinum til snöggra hitabreytinga – úr sjóðandi saunu í ísbað.
Skoða línu
Maverick
Maverick eru kafaraúr sem una sér jafn vel í djúpunum – og heita pottinum.
Skoða línu
VÖRULÍNUR
Vasahnífar
HVERS VEGNA VICTORINOX?
Victorinox eru vönduð úr á afar hagstæðum verðum. Þau eru framleidd í Sviss (og eins og öll vita eru Svisslendingar langfremstir í úrum), með rispufrí safírgler og vönduð úrverk. Jafnframt eru þau öll vatnsheld með að lágmarki 100M vatnsþéttni. Öll Victorinox úr eru með fimm ára ábyrgð.
Það skiptir ekki máli hvort þú sért að horfa á rafhlöðuknúin úr eða sjálftrekkt, Victorinox býður upp á gríðarlega fjölbreytt úrval, í sparilegum og sportlegum úrum. I.N.O.X. úrin eru einhver mest prófuðu úr heims, þar sem þau undirgangast 130 próf.
Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen