Frá árinu 1936 hefur Suunto frá Finnlandi verið leiðandi í ævintýrum og nýsköpun, allt frá uppfinningu vökvafylltra áttavita til háþróaðra heilsuúra, köfunartölva, hjartsláttarmæla og heyrnartóla. Suunto sameinar bæði endingu og gæði, svo þeim er treyst af íþróttafólki og ævintýramönnum um allan heim, við skandinavíska hönnunin svo þau geta verið borin á úlnliðnum alla daga.


Samanburður á Suunto úrum
Það getur verið erfitt að sjá muninn á heilsuúrum og hvað hentar hverjum. Hér að neðan er tafla sem sýnir helsta muninn milli módela en við reynum að útskýra muninn hér líka. Öll úrin eru jafn vönduð og góð, virknin er í grunninn nánast sú sama milli allra úra, en mismunandi eiginleikar geta hentað mismunandi aðilum. Hér má sjá algjöran samanburð á heimasíðu Suunto.
Suunto Race 2 / Race / Race S:
Þetta er úr sem við teljum henta flestum, bæði þeim sem eru að leita að æfingaúri en líka snjallúri almennt – sérstaklega þar sem það kemur í tveimur stærðum. Gullfallegur og bjartur AMOLED skjár og góð rafhlöðuending. Race 2 / Race / Race S henta sérstaklega vel þeim sem eru virk í skokki, styttri og lengri hlaupum, hjólreiðum og allri hreyfingu sem tekur mið af hraða og vegalengd. Suunto Race 2 / Race / Race S geta mælt mjólkursýruþröskuldinn. Race S eru 50m vatnsvarin, svo það má synda með þau og stunda léttari vatnasport. Race og Race 2 eru 100m vatnsþétt, svo þau þola sund, yfirborðsköfun (snorkl) og brimbrettabrun.
Run:
Run er gríðarlega létt, aðeins 36g, og einfaldari og hagkvæmari en önnur úr frá Suunto. Þau eru frábær fyrir öll sem eru að taka sín fyrstu skref í hreyfingu eða vita nákvæmlega hvað þau þurfa. Þessi bjóða ekki jafn margar íþróttir en henta frábærlega fyrir allar íþróttir þar sem þú ert að mæla hraða og vegalengdir, s.s. hlaup, göngur og hjólreiðar. Þú hefur leiðsögn (breadcrumb) en ekki ítarleg kort eins og í Race og Vertical. Run geta mælt mjólkursýruþröskuldinn. Run eru 50m vatnsvarin, svo það má synda með þau og stunda léttari vatnasport. Aðrir eiginleikar, eins og svefn- og hjartsláttarmælingar og GPS-nákvæmni er á pari við öll önnur Suunto.
Vertical:
Vertical / Vertical Solar eru með ruglaða rafhlöðuendingu – og Vertical Solar raunar bestu rafhlöðuendingu nokkurs heilsuúrs. Á móti er skjárinn ekki jafn bjartur og skarpur, þar sem hann notar MIP-tækni. Í útivist, og sérstaklega beinu sólarljósi, nýtur skjárinn sín mjög vel en þar er AMOLED er ekki jafn sterkur. Vertical hentar sérstaklega vel þeim sem eru í utanvegahlaupi, margra daga löngum hlaupum og göngum og í raun öllu sem á sér stað í náttúrunni og þeim sem vilja einstaklega góða rafhlöðuendingu.
Race 2 | Race | Race S | Run | Vertical Solar | |
---|---|---|---|---|---|
Stærð | 49 x 49 x 12.5 | 49 x 49 x 13.3 mm | 45 x 45 x 11.4 mm | 46 x 46 x 11.5 mm | 49 x 49 x 13.6 mm |
Þyngd | 65 g (títaníum) 76 g (stál) | 69 g (títaníum) 83 g (stál) | 60 g | 36 g | 74 g (títaníum) 86 g (stál) |
Skjár, gler | Rispufrír safír | Rispufrír safír | Gorilla Glass | Gorilla Glass | Rispufrír safír |
Skjár, stærð & upplausn | 1,5″ / 466 x 466 | 1,43″ / 466 x 466 | 1,32″ / 466 x 466 | 1,32″ / 466 x 466 | 1,40″ / 280 x 280 |
Skjár, gerð | LTPO AMOLED | AMOLED | AMOLED | AMOLED | MIP |
Vatnsvörn | 100 m | 100 m | 50 m | 50 m | 100 m |
Rafhlöðuending: Þjálfun (allt að) | 55 klst All-Systems GNSS + Multi-Band 65 klst All-Systems GNSS + Single-Band 200 klst Power saving GNSS | 50 klst All-Systems GNSS + Multi-Band 65 klst All-Systems GNSS + Single-Band 200 klst Power saving GNSS | 30 klst All-Systems GNSS + Multi-Band 40 klst All-Systems GNSS + Single-Band 120 klst Power saving GNSS | 20 klst All-Systems GNSS + Multi-Band 30 klst All-Systems GNSS + Single-Band 40 klst Power saving GNSS | 90 klst Multi-Band 140 klst Single-Band 500 klst Power saving |
Rafhlöðuending: Hversdags (allt að) | 18 dagar Smartwatch 30 dagar Standby | 16 dagar Smartwatch 26 dagar Standby | 9 dagar Smartwatch 13 dagar Standby | 12 dagar Smartwatch 20 dagar Standby | 60 dagar Smartwatch 1 ár Standby |
Kort án nettengingar | Já | Já | Já | Nei | Já |
ABC (Hæðarmælir, loftvog & áttaviti) | Já | Já | Já | Já | Já |