Seiko Prospex Speedtimer ‘DATSUN Fairlady Z’ – Limited Edition

kr.180.000

Prospex vísar í „pro-specs“ og er lína sem stendur undir nafni þegar kemur að köfun, hraða og könnun. Prospex eru praktísk og áreiðanleg, hvort sem það er í vatni, lofti eða á landi.

Væntanlegt í september.
SKU: SSC957P1 Vöruflokkar: , , , Brand:

Vörulýsing

Limited Edition – framleitt í aðeins 4.000 eintökum

Þessi sérútgáfa af Speedtimer sameinar nútíma úrsmíði og sögu bílaframleiðslu í glæsilegri hönnun, innblásinni af sjöunda áratugnum.
„Speedtimer“ var fyrst kynnt árið 1969 og var það mikilvægur áfangi fyrir Seiko. Sama ár setti NISSAN á markað „Datsun“, sem var fremsta sportbílamerki Japans á þeim tíma.
Árið 1971 sigraði Datsun 240Z, einnig þekktur sem Fairlady Z – og skreyttur Seiko-lógói – í East African Safari Rally, einum erfiðasta kappakstri heims. Datsun 240Z speglar Seiko Speedtimer vel enda bæði stílhrein, sterkbyggð og áreiðanleg.
Þetta Speedtimer-úr hefur marga hönnunareiginleika frá upprunalega DATSUN 240Z rallýbílnum: litina, leturgerðina úr mælaborði bílsins og DATSUN lógóið á skífunni. Mynd af bílnum er grafin á úrbakið ásamt númeri úrins. Bezelinn er svo skreyttur hraðamælingarskala (e. tachymeter) sem fullkomnar svo kappakstursþema úrsins.
Úrkassi: 41,4mm – stál
Úrverk: Sólarrafhlaða – V192 sex mánuðir fullhlaðið – skeiðklukka
Vatnsvörn: 100M
Skífa: Svört – vísar
Gler: Rispufrítt safírgler
Keðja: Stál
Ábyrgð: Þriggja ára

Meiri upplýsingar

Skífulitur

Efni

Stærð

Eiginleikar

, , ,

Úrverk

Vatnshelt

Kyn

Ól / Keðja