I. Almennt
Persónuvernd þín skiptir Michelsen miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum. Stefnan er aðgengileg, hér, á heimasíðu Michelsen.
II. Persónuverndarlöggjöf
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
III. Ábyrgð
Michelsen ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Michelsen ehf, með aðsetur á Tryggvagötu 25, 101 Reykjavík, er löglegur stjórnandi persónuupplýsinganna sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við Michelsen með því að senda skriflega fyrirspurn á michelsen@michelsen.is.
IV. Söfnun og notkun persónuupplýsinga
Michelsen safnar persónuupplýsingum svo hægt sé að veita þá þjónustu sem boðið er upp á. Þær upplýsingar eru: Sala / pöntun á vöru eða þjónustu Til að hægt sé að afgreiða umbeðna vöru eða þjónustu þarf að gefa upp: nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, heimilisfang og/eða kreditkortanúmer. Á þetta við um sölu í verslunum Michelsen, pantanir á Michelsen.is, sérpantanir eða skráningu á biðlista vöru. Áreiðanleikakönnun Skv 8. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka flokkast Michelsen ehf sem tilkynningaskyldur aðili (ásamt öðrum gull- og skartgripasölum). Ber okkur að framkvæma áreiðanleikakönnun við viðskipti með vörur eða þjónustu að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri. Upplýsingarnar veittar í gegnum áreiðanleikakönnun eru trúnaðarmál og verða ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. Myndbandsupptökur Michelsen er með eftirlitsmyndavélar í verslunum sínum. Þær eru notaðar til að vakta verslanir til að gæta öryggis og eigna. Fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar Hægt er að hafa samband við Michelsen í síma, í gegnum heimasíðu og samfélagsmiðla með fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar. Þegar það er gert þá safnar Michelsen grunnupplýsingum um fyrirspyrjandann til að geta fylgt erindi hans eftir, eftir þörfum hverju sinni. Fyrirspyrjendum er alltaf bent á að kynna sér efni persónuverndarstefnu Michelsen. Vefsvæði Michelsen Þegar þú notar vefviðmót okkar söfnum við jafnframt persónuupplýsingum með vefkökum (e. cookies), IP-tölum og öðrum upplýsingum tengdum tækinu sem þú notar (s.s. gerð vélbúnaðar, útgáfu stýrikerfis o.þ.h.). Þú getur valið hvort þú kýst að gefa okkur þessar upplýsingar. Póstlistar Ef þú skráir þig á póstlista Michelsen munum við vinna með upplýsingar um netfang þitt og eftir tilvikum aðrar upplýsingar sem þú lætur fyrirtækinu í té, svo sem nafn og heimilisfang. Sú vinnsla byggir á samþykki viðskiptavina en þeim er heimilt hvenær sem er að afturkalla samþykkið og afskrá sig af póstlista Michelsen.
V. Miðlun
Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum aðilum en starfsfólki Michelsen. Michelsen selur, leigir eða deilir aldrei persónuupplýsingum um þig. Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir. Þér er frjálst að hafna slíkri miðlun nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum þar sem það telst nauðsynlegt til að hafa uppi eða verjast réttarkröfu. Þó er athygli þín vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.
VI. Þriðju aðilar
Þjónusta Michelsen og efni á heimasíðu getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Michelsen stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Michelsen mælir eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir. Persónuverndarstefna Michelsen nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða annarri vinnslu þeirra á persónuupplýsingum. Michelsen hvetur þig því eindregið til að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra aðila sem þú heimsækir, þ.á.m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, t.d. hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.
VII. Verndun
Michelsen leggur mikla áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar. Michelsen mun tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar og hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum Facebook síðu Michelsen. Michelsen vill einnig taka fram að gagnaflutningar á internetinu er aldrei fullkomlega öruggir. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.
VIII. Varðveisla
Michelsen reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við geymum persónupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.
IX. Réttindi þín
Þú átt rétt á og getur óskað eftir að Michelsen veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig. Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.
X. Breytingar á persónuverndarstefnu Michelsen
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Michelsen munu tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu sinni. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu Michelsen.
XI. Friðhelgis- og kökuskilmálar Rolex:
Rolex hluti: Á Rolex-hluta vefsíðu okkar gætir þú átt samskipti við innfellda Rolex síðu frá www.rolex.com. Í því tilfelli, gilda eingöngu notkunarskilmálar, friðhelgisskilmálar og kökustefna www.rolex.com.