Svissneska merkið Baume & Mercier er eitt elsta úramerki heims, frá 1830, og hefur í tvær aldir verið samofið hugmyndinni um klassíska fegurð og gæði. Merkið sameinar nákvæma úrsmíði og hönnun sem stenst tímans tönn. Úrin þeirra endurspegla lífsgæði, fágaðan smekk og stóru áfangana, hvort sem um er að ræða úr fyrir daglega notkunar eða einstakt tákn um mikilvæg augnablik í lífi þínu.

FLOKKAR

VÖRULÍNUR

Riviera
Þetta er stærsta og vinsælasta línan frá Baume & Mercier. Riviera er klassísk með sportlegum eiginleikum og fáanleg í mörgum útfærslum. Frábært úrval fyrir herra og dömur.
Skoða línu

Classima
Classima býður upp á svissnesk lúxusúr á aðgengilegasta verðinu frá Baume & Mercier. Gæðin gefa þó öðrum vörulínum þeirra ekkert eftir.
Skoða línu

Clifton
Hér koma öll úrin með Baumatic, manufacture, úrverki. Þau eru sjálftrekkt og nákvæmnisvottuð. Gæðin eru því upp á 100 og útlitið ekki verra.
Skoða línu

Hampton
Fyrir þau sem kjósa ferköntuð úr, þá er Hampton línan til að skoða. Ferköntuð úr hafa í gegnum tíðina alltaf verið vinsæl og einstaklega fáguð.
Skoða línu

MICHELSEN MÆLIR MEÐ

Baume et Mercier Riviera

Riviera er iconic lína. Hún kom á markað 1973, ári seinna en Royal Oak frá Audemars Piguet en á undan Nautilus, Ingenieur, 222, Laureato og PRX. Hún er því ein af fyrstu „integrated bracelet“ línum úraheimsins og síðan 1973 hafa úrin bara þróast upp á við og aldrei litið betur út. Hér er eittvað fyrir alla; allt frá klassískum þriggja vísa úrum í sportlegar skeiðklukkur og kafaraúr, úrval mismunandi stærða, skífulita og eiginleika.

HVERS VEGNA BAUME ET MERCIER?

Baume & Mercier er hluti af einni stærstu úrasamsteypu heims og þótt merkið sé ekki þekkt meðal Íslendinga er þetta í hópi elstu og stærstu úramerkja heims, stofnað árið 1830.

Hér færðu vönduð úr á samkeppnishæfum verðum. Vegna þess að Baume & Mercier er hluti af stórri úrasamsteypu, geta þau sótt þekkingu og framleiðslu til annarra merkja og notið góðs af því. Það skilar gæðum á betra verði.

Hjá Baume & Mercier færðu svissneska framleiðslu og allt sem hún stendur fyrir; nákvæmni, gæði, ripsufrí safírgler, rafhlöðu- eða mekanísk úrverk og nýsköpun.

Vörulínurnar frá Baume & Mercier eru ekki margar, en innan þeirra leynist ótrúleg fjölbreytni og úrval.

Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen