Fyrsta Seiko 5 úrið var framleitt 1963, með loforði um fimm hluti: sjálftrekkt úverk, dagsetningu og vikudag hjá kl 3, vatnsheldni, inndregna krónu hjá kl 4 og kassa og keðju gerð til að endast. Þetta hefur breyst aðeins, en áfram stendur loforðið um gæðin.
Seiko 5 Sports ‘Pepsi’ – Limited Edition
kr.92.000
Væntanlegt í september 2025.
Vörulýsing
Limited Edition – aðeins framleitt í 7.000 eintökum
Þetta úr er hluti af einstöku samstarfi milli Seiko 5 Sports og PEPSI.
Áhugamenn hafa í mörg ár vísað til úra með rauðum og bláum bezel sem „Pepsi-úra“, en þetta er fyrsta opinbera samstarfið milli PEPSI og úramerkis. Í sögu Seiko voru Seiko 5 Sports SKX úr frá tíunda áratugnum með rauðum og bláum bezel mjög vinsæl hjá aðdáendum og urðu þekkt sem „Pepsi“ meðal safnara.
Þetta nýja SKX GMT-úr hefur nýjasta PEPSI-lógóið á úrbakinu og rauðan og bláan bezel á móti svartri skífu. Úrið er 42,5mm, með PEPSI-lógó hjá kl. 6 og kemur í sérstakri útgáfu af úraöskju: málmboxi hönnuðu eins og nútímaleg PEPSI-dós, sem líkist PEPSI Max.
Úrkassi: 42,5mm – svart stál
Úrverk: Sjálftrekkt – GMT – 4R34 með 41 tíma power reserve
Vatnsvörn: 100M
Skífa: Svört – vísar
Gler: Hardlex
Ól: Sílíkon
Ábyrgð: Tveggja ára
Meiri upplýsingar
Skífulitur | |
---|---|
Efni | |
Stærð | |
Eiginleikar | |
Úrverk | |
Vatnshelt | |
Ól / Keðja | |
Kyn |