Seiko Presage Craftsmanship Arita Porcelain

kr.299.000

Presage línan heiðrar japanska handverkskúnst og hönnun. Þau eru fáguð og henta vel til daglegrar notkunar – og við sparilegri tilefni.

Á lager

SKU: SPB095J1 Vöruflokkar: , ,

Vörulýsing

Nálægt Arita, litlum bæ í Japan, fannst leir snemma á 17. öld sem hentaði frábærlega í gerð postulíns og skömmu síðar voru postulínsvörur frá Arita orðnar eftirsóttar allsstaðar í Japan vegna gríðarlegra gæða varanna. Enn þann dag í dag eru postulínsvörur frá Arita í hávegum hafðar, en á heimsvísu núna.

Arfleið Arita er virt í Seiko Presage Arita Porcelain úrunum; hvítur flötur með votti af bláum lit sem einkenndi fyrsta postulín Arita. Skífurnar, sem að sjálfsögðu eru framleiddar í Arita, hafa ríka áferð og dýpt sem einkennir allt vandað postulín.

Þrátt fyrir ríka sögu og gott orðspor vildi Seiko tryggja góða endingu og styrk postulínsins. Ný gerð Arita postulíns var því þróuð, sem er fjórum sinnum harðari en hefðbundið postulín, og er það notað í Presage úrin. Skífurnar eru handgerðar af reyndum framleiðanda, sem hefur framleitt postulín síðan 1830. Hiroyuki Hashiguchi er handverksmaðurinn bakvið skífurnar, en hann og teymið hans þróuðu skífurnar og tæknina með Seiko.

Úrkassi: 40,5mm – stál
Úrverk: Sjálftrekkt – 6R35 með 70 tíma power reserve
Vatnsvörn: 100M
Skífa: Hvít – Arita postulín – vísar
Gler: Rispufrítt safírgler – speglunarvörn
Ól: Leður – krókódíll
Ábyrgð: Tveggja ára

Meiri upplýsingar

Skífulitur

Efni

Stærð

Eiginleikar

, ,

Úrverk

Steinar
Litur steina
Demantastærð
Box og pappír
Árgerð
Vöruflokkar
Kyn

Ól / Keðja